Síðustu sýningar á Svejk Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Lárus   
Þriðjudagur, 12. apríl 2016 13:26

Nú eru aðeins 2 sýningar eftir af Góða dátanum Svejk og Hasek vini hans eftir Karl Ágúst Úlfsson, föstudaginn 6 maí kl 20 og fimmtudaginn 12 maí kl 20. Sýningin hefur fengið frábærar viðtökur og fjallar um tékkneska rithöfundinn Jaroslav Hasek, sem skrifaði bækurnar um Svejk, og konu hans Shuru. Við sögu kemur fjöldi af persónum úr Góða dátanum auk þess sem Svejk sjálfur er aldrei langt undan. 

Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir sem leikstýrði nú síðast "Umhverfis jörðina á 80 dögum" hjá Þjóðleikhúsinu. Karl Ágúst ,sem leikur Jaroslav Hasek,þarf vart að kynna en hann hefur um árabil verið ein aðalsprautan í Spaugstofunni auk þess að skrifa fjölda leikverka og leika í sjónvarpi og kvikmyndum.

Auk Karls leika í sýningunnni Hannes Óli Ágústsson, sem leikur Svejk og Þórunn Lárusdóttir sem leikur Shuru auk fjölda annara persóna. Eyvindur Karlsson er höfundur tónlistar í verkinu auk þess að taka að sér nokkrar persónur í verkinu. Guðrún Öyahals sér um hönnun búninga og leikmyndar og Hermann Björnsson um lýsingu.

Hægt er að kaupa miða á midi.is, í síma 565 5900 og panta miða í Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . MIðasalan er opin alla virka daga frá 13-18 og á sýningardögum 2 tímum fyrir sýningu


Síðast uppfært: Þriðjudagur, 03. maí 2016 10:18
 
Sýning fyrir yngstu börnin frumsýnd 17 janúar Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Lárus   
Sunnudagur, 03. janúar 2016 18:31

Gaflaraleikhúsið frumsýnir sunnudaginn 17. janúar  kl. 13.00 verðlaunasýninguna Hvítt í Hafnarborg, menningar og listamiðstöð Hafnarfjarðar. Sýningin er framleidd í samstarfi við Catherine Wheels leikhúsið í Skotlandi, Góða Gesti, Hafnarfjarðarbæ, Mennta og Menningarmálaráðuneytið og Hafnarborg. Leikstjóri Hvítt er Gunnar Helgason og leikarar eru María Pálsdóttir og Virginia Gillard.

 Áhorfendur er boðnir velkomnir á stað þar sem allt er hvítt.  Þetta er heimur  sem glitrar, glansar og skín á nóttunni og er fullur af fuglasöng og fuglahúsum. Heimurinn er bjartur, skipulagður og hvítur, En uppi í trjánum er ekki allt hvítt. Litirnir birtast. Fyrst rauður...svo gulur...svo blár.

Hvítt er leikandi létt og afar sjónræn sýning fyrir ung börn frá 2 til 5 ára og fullkomin sem fyrsta reynslan af leikhúsinu. Sýningin sem kemur frá Catherine Wheels leikhópnum í Skotlandi hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verið sýnd um allan heim.

 

Að lokinni leiksýningunni  ætlar  Hafnarborg að bjóða sýningargestum í einstaka ferð um sýningu hafnfirska listamannsins Kristbergs Péturssonar "Hraun og mynd" þar sem börnin fá einnig tækifæri á að uppgötva litina sem leynast  í dökku hrauninu.

Sýningar verða alla sunnudaga kl 13.00. Miðasala er í síma 565 5900 og á midi.is. Miðasalan er opin alla virka daga frá 13-18 í Gaflaraleikhúsinu  og klukkutíma fyrir sýningu í Hafnarborg.    

Síðast uppfært: Mánudagur, 04. janúar 2016 16:50
 
Konubörn allra síðustu sýningar Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Lárus   
Sunnudagur, 22. mars 2015 17:30

Konubörn hefur nú verið sýnt frá því í janúar og hefur fengið frábærar viðtökur. Vegna mikillar eftirspurnar verða tvær aukasýningar föstudaginn 13. nóvember kl 20.00 og föstudaginn 20 nóvember kl 20.00

Til að tryggja sér miða er ráðlegt að hringja í síma 565 5900 eða kaupa miða á midi.is.

Síðast uppfært: Föstudagur, 06. nóvember 2015 14:17
 
Síðustu sýningar á Bakaraofninum Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Lárus   
Mánudagur, 24. ágúst 2015 14:06

Jæja nú er komið að því. Eftir mikinn fjölda sýninga  frá því í febrúar er komið að síðustu sýningum á Bakaraofninum. Síðustu sýningar verða sunnudaginn 8 nóvember kl 13.00, 15 nóvember kl 13.00 (uppseld) og allra síðasta sýning er sunnudaginn 22. nóvember kl 16.00

Þið getið pantað miða á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða keypt miða á midi.is  eða hringt í síma 565 5900.

Miðaverð á sýningu er 3.900

Hlökkum til að sjá ykkur! Kær kveðja, Gunni og Felix

Síðast uppfært: Föstudagur, 06. nóvember 2015 14:19
 
Ljómi liðinna daga Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Lárus   
Þriðjudagur, 23. júní 2015 12:18

Gaflaraleikhúsið og Menningarhús Wroclawborgar  verða með sýningu  á pólska gamanleiknum Ljómi liðinna daga með sönglögum Beatu Malczewsku og í flutningi hennar sunnudaginn 28 júní kl 19.00.  Beata starfar hjá Camelot kabarettnum og Gamla þjóðleikhúsinu í Kraká og er ein þekktasta gamanleikkona Pólverja.Verkið er létt og skemmtilegt með tónlist. Sýningin er textuð á skjá  og einnig er hægt að hlusta á íslenska þýðngu í heyrnartólum. Sýningin er hljóðlýst fyrir blinda og sjónskerta.

Aðgangur er ókeypis og hægt er að panta miða í síma 565 5800 og Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Ljómi liðinna daga er á vegum verkefnisins „Ísland og Pólland gegn útilokun frá menningu“ sem er styrkt af menningarsjóði EES svæðisins og pólska menningarráðuneytinu  og fjallar um að aðlaga listviðburði  að þörfum blindra og sjónskerta með lýsingu á því sem gerist á kvikmyndatjaldinu og sviðinu. Sýningin er í samstarfi við Blindrafélagið.  Gaflaraleikhúsið hefur verið í þessu samstarfi frá 2013 við  Menningarhús Wroclaw borgar í Póllandi  og sýnd var sýning frá Póllandi í fyrra í Gaflaraleikhúsinu og fyrir tveimur vikum var Unglingurinn sýndur við góðan orðstýr í Wroclaw.

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 Næsta > Síðasta >>

Síða 1 af 2

Hönnun og hýsing Nethýsing.is