Gjafakort Gaflaraleikhússins eru góð jólagjöf Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Lárus   
Fimmtudagur, 27. nóvember 2014 12:15

Gaflaraleikhúsið býður gjafakort á þessar frabæru sýningar eftir áramót. Konubörn, sem er ískrandi skemmtileg sýning eftir 6 stelpur í leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur verður frumsýnd 14 janúar og hin drepfyndna Heili Hjarta Typpi, sem sló  í gegn í haust, verður sýnd áfram í  febrúar. Þetta eru sýningarnar fyrir unga fólkið. Við gleymum ekki fjölskyldunni og þann 21 febrúar verður frumsýndur nýr fjölskyldufarsi sem heitir Bakaraofninn. þar sem matargerð er lyst, eftir þá Gunnar Helgason og Felix Bergsson í leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur.  Með þeim  í sýningunni eru þau  Ævar Þór Benediktsson (Ævar Vísindamaður) og Elva Ósk Ólafsdóttir. Það verður engin í fjölskyldunni svikin af þessari ærslafullu og ótrúlega fyndnu sýningu.

Gjafakortin fást i öllum verslunum Hagkaupa á stór-Hafnarfjarðarsvæðinu og í Símabúðinni í Firði. Það er líka hægt að kaupa þau eða panta í Gaflaraleikhúsinu í síma 565 5900 eða í Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 


Síðast uppfært: Miðvikudagur, 17. desember 2014 11:35
 
Heili Hjarta Typpi fá góðar viðtökur Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Lárus   
Föstudagur, 10. október 2014 10:42

 

Heili-Hjarta-Typpi var frumsýnt þann 24. október við frábærar viðtökur áhorfenda. Verkið er sprenghlægilegt leikrit um þrjá mjög ólíka handritshöfunda í tilvistarkreppu.

Hvað gerist þegar sjálftitlaður stórsnillingur, hjartnæmur unglingur

og graðnagli reyna að vinna saman?

Bechdelprófið, George Clooney, snípurinn og ástin.

Hvað er mikilvægast? Að vera einlægur, gáfaður eða sexí?

Næstu sýningar eru föstudaginn 31. október kl 20.00 og 7 nóvember kl 20.00

Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 28. október 2014 13:17
 
Trúðleikur fyrir fullorðna Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Lárus   
Þriðjudagur, 03. júní 2014 15:14

Spænska listakonan Patricia Pardo sýnir verk sitt Comissura í Gaflaraleikhúsinu föstudaginn 13 júní kl 20.00. Verkið fer með trúðleikinn á ystu nöf þar sem klassíski trúðurinn mætir nútímanum á djarfan og óhefðbundin hátt. Í sýningunni er lifandi tónlist og loftfimlekar. Patricia Pardo hefur ferðast með verkið víða um heim og sýnt það á fjölda leiklistarhátíða. Aðeins verður ein sýning í Gaflaraleikhúsinu en sýningin verður einnig sýnd í Frystiklefanum á Rifi. Miðapantanir í síma 565 5900, midi.is og midasala@gaflaraleikhusid.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 11. júní 2014 18:09
 
Pólsk gestasýning - Lík mitt Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Lárus   
Þriðjudagur, 16. september 2014 13:20

Laugardaginn 20 september kl 20 verður einleikurinn Lík mitt eftir pólska leikskáldið og leikararann Boguslav Kierc flutt í Gaflaraleikhúsinu. Verkið byggir á ljóðum stórskáldsins Adam Mickiewicz. Verkið verður flutt með íslenskum texta og sjónlýsingu fyrir blinda og sjónskerta. Aðgangur er ókeypis. Panta þarf miða á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Sýningin er hluti af stóru samstarfsverkefni sem Gaflaraleikhúsið tekur þátt í ásamt Menningarstofnunni í Wroclaw í Póllandi, Bíó Paradís og Myndlistarskólanum í Reykjavík sem heitir „Ísland og Pólland gegn útilokun frá menningu“ og er styrkt af menningarsjóði EES og pólska menningarmálaráðuneytinu. Verkefnið gengur út á að vera með sjónlýsingu fyrir blinda og sjónskerta á menningarviðburðum.  Verkefnið hófst síðasta vetur með sýningum  á pólskum kvikmyndum í Bíó Paradís og sýningu á Djúpinu í Wroclaw og nú er komið að Gaflaraleikhúsinu að sýna þessa pólsku leiksýningu. Á næsta ári mun Gaflaraleikhúsið síðan fara með sýningu til Póllands.


 
Sumarnámskeiðin hefjast 18 júní Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Lárus   
Miðvikudagur, 21. maí 2014 17:20

GAFLARALEIKHÚSIÐ OG LEIKFÉLAG HAFNARFJARÐAR

VIÐ LEIKUM  í  SUMAR!

LEIKLISTARNÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN OG UNGLINGA Í SUMAR

LEIKLISTARNÁMSKEIÐ fyrir  börn  8- 12 ára

Pantanir á námskeið er í síma 565 5900 og á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Hámarksfjöldi nemenda er 15 á námskeið

Leiðbeinendur Auðunn Lúthersson og Ásgrímur Gunnarsson

Markmiðið er  að efla jákvæðni og styrkja sjálfsmynd ,skapandi hugsun og frumkvæði hjá nemendum.

Farið verður í jákvæðni æfingar og unnið með að efla fumkvæð og þor í framkomu .Unnið verður með allskyns spunaæfingar  .  Einnig verður farið í aðra grunnþætti  leiklistarinnar eins og rödd, textavinnu og líkamsbeitingu, Námskeiðinu lýkur með opnum tíma fyrir fjölskyldu og vini þar sem afrakstur námskeiðsins verður sýndur.

Námskeið  er í  tvær vikur og hefst  18. Júní  og lýkur  1. Júlí alls 30 tímar

Kennt er  9.00 – 12.00.

Pantanir á námskeið er í síma 565 5900 og á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Verð kr 25.000. (20% afsláttur fyrir systkini)

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 11. júní 2014 18:02
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 Næsta > Síðasta >>

Síða 1 af 3

Hönnun og hýsing Nethýsing.is