Bakaraofninn byrjar 20 september Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Lárus   
Mánudagur, 24. ágúst 2015 14:06

Kæru vinir

Við Gunni og Felix frumsýndum ásamt vinum okkar, Elvu Ósk og Ævari Þór, nýtt verk, Bakaraofninn, í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði í fyrra. Leikstjóri er Björk Jakobsdóttir. Verkið fékk svo frábærar viðtökur að við höfum ákveðið að snúa aftur í leikhúsið í september!

Svona skrifuðu virtir leikhúsgagnrýnendur um sýninguna.

"Leikhúsgaldrar og töfrabrögð eru nýtt með frábærum hætti í sýningunni... 4 stjörnur!" Silja Huldudóttir Morgunblaðið
"Ég er með svo miklar harðsperrur í kjálkunum eftir hlátursköstin að ég get ekki ennþá talað með góðu móti." Silja Aðalsteinsdóttir TMM
"Þetta er ótrúlegt skemmtilegt og mikil svona leikgleði í leikhúsinu og maður sá og fann hvað allir skemmtu sér vel, bæði börn og fullorðnir" Hlín Agnarsdóttir Djöflaeyjan RUV

Við viljum endilega sjá ykkur og börnin ykkar (ja eða barnabörn eða frændsystkini eða bara einhver börn) á sýningunni. Sýningar eru alla sunnudaga kl 13.00 (og aftur kl. 16.00 ef þarf). Við byrjum 20. september.

Þið getið pantað miða á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða keypt miða á midi.is  eða hringt í síma 565 5900.

Ef þið viljið koma með hóp eða fá tilboð fyrir vinnustaðinn hafið endilega samband við Lárus í síma 8607481.

Miðaverð á sýningu er 3.900 en sérstakt fjölskyldutilboð er á tvær fyrstu sýningarnar eða 2.900 krónur á manninn fyrir 4 manna fjölskyldu

Hlökkum til að sjá ykkur! Kær kveðja, Gunni og Felix

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 01. september 2015 16:45
 
Ljómi liðinna daga Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Lárus   
Þriðjudagur, 23. júní 2015 12:18

Gaflaraleikhúsið og Menningarhús Wroclawborgar  verða með sýningu  á pólska gamanleiknum Ljómi liðinna daga með sönglögum Beatu Malczewsku og í flutningi hennar sunnudaginn 28 júní kl 19.00.  Beata starfar hjá Camelot kabarettnum og Gamla þjóðleikhúsinu í Kraká og er ein þekktasta gamanleikkona Pólverja.Verkið er létt og skemmtilegt með tónlist. Sýningin er textuð á skjá  og einnig er hægt að hlusta á íslenska þýðngu í heyrnartólum. Sýningin er hljóðlýst fyrir blinda og sjónskerta.

Aðgangur er ókeypis og hægt er að panta miða í síma 565 5800 og Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Ljómi liðinna daga er á vegum verkefnisins „Ísland og Pólland gegn útilokun frá menningu“ sem er styrkt af menningarsjóði EES svæðisins og pólska menningarráðuneytinu  og fjallar um að aðlaga listviðburði  að þörfum blindra og sjónskerta með lýsingu á því sem gerist á kvikmyndatjaldinu og sviðinu. Sýningin er í samstarfi við Blindrafélagið.  Gaflaraleikhúsið hefur verið í þessu samstarfi frá 2013 við  Menningarhús Wroclaw borgar í Póllandi  og sýnd var sýning frá Póllandi í fyrra í Gaflaraleikhúsinu og fyrir tveimur vikum var Unglingurinn sýndur við góðan orðstýr í Wroclaw.

 
Sumarnámskeið fyrir 7-12 ára Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Lárus   
Sunnudagur, 03. maí 2015 16:19

Sumarnámskeið Gaflaraleikhússins

Leiklistarnámskeið í sumar  fyrir börn 7 – 9 ára

Markmiðið er  að efla jákvæðni og styrkja sjálfsmynd ,skapandi hugsun og frumkvæði hjá nemendum.

Farið verður í jákvæðni æfingar og unnið með að efla fumkvæð og þor í framkomu .Unnið verður með allskyns spunaæfingar og leiki .  Einnig verður farið í aðra grunnþætti  leiklistarinnar eins og rödd, textavinnu og líkamsbeitingu, Námskeiði lýkur með opnum tíma fyrir fjölskyldu og vini þar sem afrakstur námskeiðsins verður sýndur. Með námskeiðinu fylgir frír aðgangur að Víkingahátíðinni í Hafnarfirði dagana 15-17 júní.

Námskeiðin  eru  í tvær vikur hvort fyrir sig  og hefst  fyrra námskeiðið  15. júní  og lýkur  26.júní og seinna námskeiðið  29. júní  og lýkur  10.júlí

Hámarksfjöldi barna á namskeiði er 15 og kennsla fer fram fyrir hádegi frá kl 9.00 til 12.00.

Innifalið í námskeiðsgjaldi er miði  á Víkingahátíðina 15-17 júní

Pantanir á námskeið er í síma 565 5900 og á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Verð kr 27.000.   20% systkinaafsláttur


Leiklistarnámskeið í sumar fyrir börn 10 – 12 ára

Markmiðið er  að efla jákvæðni og styrkja sjálfsmynd ,skapandi hugsun og frumkvæði hjá nemendum.

Farið verður í jákvæðni æfingar og unnið með að efla fumkvæð og þor í framkomu .Unnið verður með allskyns spunaæfingar og leiki .  Einnig verður farið í aðra grunnþætti  leiklistarinnar eins og rödd, textavinnu og líkamsbeitingu, Námskeiði lýkur með opnum tíma fyrir fjölskyldu og vini þar sem afrakstur námskeiðsins verður sýndur. Með námskeiðinu fylgir frír aðgangur að Víkingahátíðinni í Hafnarfirði dagana 15-17 júní.

Námskeiðin  eru  í tvær vikur hvort fyrir sig  og hefst  fyrra námskeiðið  15. júní  og lýkur  27.júní og seinna námskeiðið  29. júní  og lýkur  10.júlí

Hámarksfjöldi barna á námskeiði er 15 og kennsla fer fram eftir hádegi frá 13.00 til 16.00

Innifalið í námskeiðsgjaldi er miði  á Víkingahátíðina 15-17 júní

Pantanir á námskeið er í síma 565 5900 og á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Verð kr 27.000.  20% systkinaafsláttur

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 13. maí 2015 13:24
 
Unglingurinn Aukasýning Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Lárus   
Föstudagur, 22. maí 2015 15:09

Gaflaraleikhúsið sýndi í fyrra og árið þar áður yfir 40 sýningar af Unglingnum, þrælfyndnu og upplýsandi verki sem fjallar um íslenska unglinga í dag. Verkið er skrifað og leikið af Óla Gunnari Gunnarssyni og Arnóri Björnssyni sem voru 14 og 15 ára þegar þeir skrifuðu verkið. Unglingurinn hlaut tvær tilnefningar til Grímuverðlaunanna í fyrra.

Nú sumar hefur okkur verið boðið að sýna verkið í Wroclaw í Póllandi og á barna og ungmennahátíð í Tianjin í Kina.

Í tilefni þessa verður ein aukasýning á Unglingnum fimmtudaginn 11. júní kl 20.00.

Miðaverð er 2.500 og miðapantanir í síma 565 5900 og Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Síðast uppfært: Föstudagur, 22. maí 2015 15:16
 
Síðasta sýning á Bakaraofni á leikárinu Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Lárus   
Fimmtudagur, 27. nóvember 2014 12:15

Bakaraofninn eftir þá Gunnar Helgason og Felix Bergsson hefur heldur betið slegið í gegn hjá áhorfendum og gagnrýnendum. Síðasta sýningin á leikárinu er sunnudaginn 3. maí kl 13.00.

Hér eru nokkrar umsagnir:

FJÓRAR STJÖRNUR  Morgunblaðið

"Ég er með svo miklar harðsperrur í kjálkanum eftir hlátrasköllin að ég get ekki talað með góðu móti"     Silja Aðalsteinsdóttir í Tímariti Máls og menningar

"Litli kallinn var orðinn máttlaus af hlátri og sem undarlegra var amman ég líka. Við hlógum þarna eins og vitleysingar" Helga Völundardóttir í Kvennablaðinu

"Sýningin er hröð, bráðfyndin og skemmtileg"  Hildur Ýr Isberg í Sirkustjaldinu

 

Nánari upplýsingar um sýningartíma er hægt að finna hér

Miða á sýningarnar er hægt að kaupa á midi.is og í miðasölu Gaflaraleikhússins og panta í síma 565 5900 og Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Miðasalan er opin alla virka daga frá kl 13.00 og tveimur tímum fyrir sýningu sýningardaga

 


Síðast uppfært: Þriðjudagur, 28. apríl 2015 16:09
 

Hönnun og hýsing Nethýsing.is