Stefán rís - sýningum fer fækkandi Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Lárus   
Mánudagur, 03. október 2016 12:23

 

stefn rs mynd

Nú líður að síðustu sýningum á Stefán rís og ekki seinna vænna að drífa sig. 
Sýningar.
Föstudagur 10 febrúar
Finmtudagur 16 febrúar  uppselt
Föstudagur 24 febrúar 
Föstudagur 3 mars
Föstudagur 10 mars
Föstudagur 17 mars
Laugardagur 25 mars Uppselt - síðasta sýning
 
Stefán rís var frumsýndur í lok október og sló í gegn hjá unglingunum og foreldrum þeirra. Verkið er eldhress gleðileikur með söngleikjaívafi fyrir alla fjölskylduna. Höfundarnir Óli og Arnór slógu eftirminnilega í gegn með leikritið sitt Unglinginn árið 2014 og voru tilnendir til 2 grímuverðlauna.

FIMM STJÖRNUR   "Leiksigur unglinganna"  Guðni Gislason - Fjarðarfréttir

FJÓRAR STJÖRNUR "Stefán rís í hæstu hæðir" Anna L. Þórisdóttir - Morgunblaðið

"Frábær fjölskylduskemmtun, skemmtilegasta unglingasýning í heimi" Helga Braga, leikkona

"Ótrúlegt hvað þau afreka" Hlín Agnarsdóttir Menningin í Kastljósi

Stefán rís byggir á bókinni “Leitin að tilgangi unglingsins” eftir þá félaga og Bryndísi Björgvins sem Forlagið gaf út um seinustu jól. Alls taka 14 leikreyndir snillingar á aldrinum 14-18 þátt í verkinu. Óli og Arnór leika höfunda sem hafa ákveðið að skrifa besta leikrit allra tíma. Stefán aðalsöguhetja,sem er leikin af Gretti Valssyni, er krúttlegur, geðþekkur og aðlaðandi strákur sem er að byrja í 10 bekk og verður ástfangin í fyrsta sinn. En með ástinni koma ótrúlega erfiðir hlutir eins og að missa málið og muna ekki hvað maður heitir og að breytast í hálfvita í hvert skipti sem maður hittir gyðjuna.

Höfundarnir vilja ólmir hjálpa og breyta atburðarrás verksins til að gera Stefán að þeim töffara sem hann þarf að verða til að ná í stelpuna Það hefði þó kannski verið betra fyrir Stefán að eiga höfunda með aðeins meiri tilfinningagreind sem hefðu geta tekið betri ákvarðanir fyrir hann. Í lokin tekur Stefán svo eins og allar góðar hetjur málin í sínar hendur og rís upp gegn félagsþrýstingi og höfundaofríki.

Leikstjóri: Björk Jakbosdóttir Dansstjórn: Unnur Elísabet Söngstjórn: þórunn Lárusdóttir Undirspil: Hallur Ingólfsson

Miðapantanir í síma 565 5900 og á midi.is

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 09. febrúar 2017 11:32
 
Hnallþórujól með Björgvin og Esther Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Lárus   
Föstudagur, 07. október 2016 15:24

Sögusviðið er Ísland í kringum 1950. Björgvin og Esther leika íslensk hjón og skemmtikrafta sem eru í heimsókn frá Bandaríkjunum. Þar hafa þau ferðast  um, sungið með Ellu Fitzgerald, Dean Martin og fleirum, ásamt því að heilla frámáfólk á borð við Marilyn Monroe og Joe DiMaggio. Þau segja skemmtisögur af ríka og fræga fólkinu,  jólum fortíðarinnar sem og nýjungum sem komu fram á þessum tíma eins og "Frozen TV dinner", örbylgjuofninum og fyrsta litasjónvarpinu.

Með þeim  er úrvalslið frábærra tónlistarmanna þar sem áhersla er lögð á stórbrotnar raddútsetningar í anda sjötta og sjöunda áratugarins.. Hljómsveitina skipa: Aðalheiður Þorsteinsdóttir á píanó (sem jafnframt sér um útsetningar og hljómsveitarstjórn), Gunnar Hrafnsson á kontrabassa, Andrés Þór á Gítar og Erik Qvik a trommur. Raddkarlatríóið er skipað þeim Gísla Magna, Hafsteini Þórólfssyni og Hlöðveri Sigurðssyni.

Sýningar verða 11. og 16.desember Kl: 20.00. Almennt miðaverð er 3.900 kr. en hópafslátturinn er 3.500 (miðað er við tíu manns).

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 27. október 2016 11:31
 
Konubörn allra síðustu sýningar Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Lárus   
Sunnudagur, 22. mars 2015 17:30

Konubörn hefur nú verið sýnt frá því í janúar og hefur fengið frábærar viðtökur. Vegna mikillar eftirspurnar verða tvær aukasýningar föstudaginn 13. nóvember kl 20.00 og föstudaginn 20 nóvember kl 20.00

Til að tryggja sér miða er ráðlegt að hringja í síma 565 5900 eða kaupa miða á midi.is.

Síðast uppfært: Föstudagur, 06. nóvember 2015 14:17
 
Síðustu sýningar á Bakaraofninum Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Lárus   
Mánudagur, 24. ágúst 2015 14:06

Jæja nú er komið að því. Eftir mikinn fjölda sýninga  frá því í febrúar er komið að síðustu sýningum á Bakaraofninum. Síðustu sýningar verða sunnudaginn 8 nóvember kl 13.00, 15 nóvember kl 13.00 (uppseld) og allra síðasta sýning er sunnudaginn 22. nóvember kl 16.00

Þið getið pantað miða á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða keypt miða á midi.is  eða hringt í síma 565 5900.

Miðaverð á sýningu er 3.900

Hlökkum til að sjá ykkur! Kær kveðja, Gunni og Felix

Síðast uppfært: Föstudagur, 06. nóvember 2015 14:19
 
Ljómi liðinna daga Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Lárus   
Þriðjudagur, 23. júní 2015 12:18

Gaflaraleikhúsið og Menningarhús Wroclawborgar  verða með sýningu  á pólska gamanleiknum Ljómi liðinna daga með sönglögum Beatu Malczewsku og í flutningi hennar sunnudaginn 28 júní kl 19.00.  Beata starfar hjá Camelot kabarettnum og Gamla þjóðleikhúsinu í Kraká og er ein þekktasta gamanleikkona Pólverja.Verkið er létt og skemmtilegt með tónlist. Sýningin er textuð á skjá  og einnig er hægt að hlusta á íslenska þýðngu í heyrnartólum. Sýningin er hljóðlýst fyrir blinda og sjónskerta.

Aðgangur er ókeypis og hægt er að panta miða í síma 565 5800 og Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Ljómi liðinna daga er á vegum verkefnisins „Ísland og Pólland gegn útilokun frá menningu“ sem er styrkt af menningarsjóði EES svæðisins og pólska menningarráðuneytinu  og fjallar um að aðlaga listviðburði  að þörfum blindra og sjónskerta með lýsingu á því sem gerist á kvikmyndatjaldinu og sviðinu. Sýningin er í samstarfi við Blindrafélagið.  Gaflaraleikhúsið hefur verið í þessu samstarfi frá 2013 við  Menningarhús Wroclaw borgar í Póllandi  og sýnd var sýning frá Póllandi í fyrra í Gaflaraleikhúsinu og fyrir tveimur vikum var Unglingurinn sýndur við góðan orðstýr í Wroclaw.

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 Næsta > Síðasta >>

Síða 1 af 2

Hönnun og hýsing Nethýsing.is